NÁNARI UPPLÝSINGAR

Hvað er Ekki Gefast Upp?

Í "Ekki gefast upp" er farið yfir grundvallaratriði líkamsræktar ásamt ávinning hennar á andlega líðan. Ekki Gefast Upp er fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára en æft er í litlum hópum og því takmörkuð sæti í boði.

Hver er ávinningurinn?
Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli hreyfingar og andlegrar líðan. Aukin vanlíðan getur þó haft áhrif á löngun og getu til að hreyfa sig og erfitt getur reynst að finna sig í hefðbundinni líkamsrækt.
Lokaður salur

Hjá „Ekki gefast upp!“ er æft í lokuðum sal á lágmarks álagstíma stöðvarinnar ásamt því að stuðst er við einstaklingsmiðað æfingakerfi. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30

Jákvæð upplifun

Lagt er upp úr persónulegri nálgun og eftirfylgni þar sem markmiðið er að stuðla að jákvæðri upplifun iðkandans.

Samstarf við Litlu Kvíðameðferðastöðina
Á námskeiðum okkar leggjum við fyrir skimunarlista á félagsfælni sem kallast SIAS og SPS. Eru listarnir lagðir fyrir í byrjun og í lok hvers námskeiðs en valfrjálst er að taka þátt. Er foreldrum þeirra barna sem skora hátt á þessum listum vísað til Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar ef vilji er fyrir hendi.
Hvað kostar?
Mánaðargjald er 21.900 kr. en hægt er að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar og annara bæjarfélaga til niðurgreiðslu.

Um þjálfarana

Hver erum við?

Stefán Ólafur Stefánsson

Eigandi/Þjálfari
Stefán starfar sem ráðgjafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er með BA gráðu í Uppeldis- og menntunarfræði. Stefán hefur víðtæka reynslu af því að starfa með ungu fólki sem glímir við andlega vanlíðan sem og góðan bakgrunn í líkamsrækt og skipulögðu íþróttastarfi.

Sigurður Kristján Nikulásson

Eigandi/Þjálfari
Siggi er umsjónarkennari en starfar einnig á Bráðageðdeild Landspítalans. Þá er hann með B.Sc. í Íþróttafræði. Sigurður er menntaður íþróttafræðingur og einkaþjálfari. Hann hefur mikla reynslu af því að starfa með ungu fólki sem glímir við andlega vanlíðan.

Alexandra Sif Herleifsdóttir

Þjálfari
Alexandra Sif er menntaður íþróttafræðingur með BSc gráðu í íþróttafræði. Hún hefur mikinn áhuga á líkamsrækt og heilsu almennt og hvernig andleg og líkamleg heilsa styðjast við hvor aðra.
Jana

Jana Ósk Howard

Þjálfari
Jana er með B.Ed. og M.Ed. gráðu í faggreinakennslu og starfar sem grunnskólakennari. Hún er lærður einkaþjálfari og rope yoga kennari.

HÉR ERUM VIÐ STAÐSETT

 

Ekki Gefast Upp er staðsett í húsnæði Spörtu, Bíldshöfða 9 Reykjavík.