NÁNARI UPPLÝSINGAR

Hvað er Ekki Gefast Upp?

Í "Ekki gefast upp" er farið yfir grundvallaratriði líkamsræktar ásamt ávinning hennar á andlega líðan. Aðal markmiðið okkar er að gera líkamsræktina skemmtilega. Allir eru á sínum forsendum og tilgangur Ekki Gefast Upp! er að auðvelda skrefið að fara hreyfa sig. Ekki Gefast Upp er fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára en æft er í litlum hópum og því takmörkuð sæti í boði.

Hver er ávinningurinn?

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli hreyfingar og andlegrar líðan. Aukin vanlíðan getur þó haft áhrif á löngun og getu til að hreyfa sig og erfitt getur reynst að finna sig í hefðbundinni líkamsrækt. Ef barnið þitt hefur átt erfitt með að finna sig í hefðbundinni likamsrækt getur sú nálgun og það aðhald sem Ekki Gefist Upp! býður upp á reynst vel

Lokaður salur

Hjá „Ekki gefast upp!“ er æft á lágmarks álagstíma stöðvarinnar ásamt því að stuðst er við einstaklingsmiðað æfingakerfi. Bæði er æft í hefðbundnum tækjasal og lokuðum sal í stöðinni

Jákvæð upplifun

Lagt er upp úr persónulegri nálgun og eftirfylgni þar sem markmiðið er að stuðla að jákvæðri upplifun iðkandans.

Samstarf við Litlu Kvíðameðferðastöðina

Á námskeiðum okkar leggjum við fyrir skimunarlista á félagsfælni sem kallast SIAS og SPS. Eru listarnir lagðir fyrir í byrjun og í lok hvers námskeiðs en valfrjálst er að taka þátt. Er foreldrum þeirra barna sem skora hátt á þessum listum vísað til Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar ef vilji er fyrir hendi.

Hvað kostar?

Mánaðargjald er 22.900 kr. en hægt er að ráðstafa frístundastyrk eða fá greiðsluseðil í heimabanka

HÉR ERUM VIÐ STAÐSETT

 

Ekki Gefast Upp er staðsett í húsnæði Heilsuklasans (efri hæð), Bíldshöfða 9 Reykjavík.