Fræðsla og fyrirlestrar

Við hjá Ekki Gefast Upp! bjóðum upp á ýmsa fræðslu fyrir stjórnendur og þjálfara íþróttafélaga en við sérhæfum okkur í efni er varðar mikilvægi þjálfarans í skipulögðu íþróttastarfi, hvort sem er hóp-eða einstaklingsíþróttum. Við leggjum einnig áherslu á mikilvægi þess að mæta einstaklingnum og taka mið af öllum þeim kvíðavaldandi aðstæðum sem upp geta komið í íþróttastarfi. Við hjá Ekki Gefast Upp! höfum mikla þekkingu og reynslu af því að starfa með ungmennum sem glíma við andlega vanlíðan ss kvíða og þunglyndi og þá búum við að mikilli og dýrmætri reynslu úr keppnisumhverfi íþrótta.

Hafðu samband við okkur á ekkigefastupp@ekkigefastupp.is