Hvað er Ekki Gefast Upp?

Til að hægt sé að stunda líkamsrækt reglulega er afar nauðsynlegt að hún sé skemmtileg. Okkar markmið er að skapa gleði með hreyfingunni í umhverfi þarsem við reynum að lágmarka alla utanaðkomandi þætti sem geta verið kvíðavaldandi eða skapað neikvæða upplifun af hreyfingunni. Við aðlögum æfinguna af hverjum og einum en mikið er lagt upp úr persónulegri nálgun.
Því ef áhuginn á því að hreyfa sig er til staðar eiga allir eiga það skilið að fá að upplifa gleðina sem henni getur fylgt. Okkar markmið er að vera sá vettfangur. Ekki Gefast Upp! hefur verið starfandi síðan 2016 og er hugarfóstur þeirra Stebba og Sigga sem byrjuðu með námskeið um sumarið. Í dag erum við 5 sem komum að þessu en þau Sunna Rut, Magnús og Alexandra Sif ásamt þeim Stebba og Sigga hafa öll dýrmæta reynslu á að starfa með ungu fólki sem glímir við andlega vanlíðan.
Á námskeiðinu “Ekki gefast upp” er farið yfir grundvallaratriði líkamsræktar ásamt ávinning hennar á andlega líðan fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára.
Rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli hreyfingar og andlegrar líðan. Aukin vanlíðan getur þó haft áhrif á löngun og getu til að hreyfa sig og erfitt getur reynst að finna sig í hefðbundinni líkamsrækt. „Ekki gefast upp!“ er námskeið þar sem tekið er tillit til þess en æft er í lokuðum sal á lágmarks álagstíma stöðvarinnar ásamt því að stuðst er við einstaklingsmiðað æfingakerfi. Lagt er upp úr persónulegri nálgun og eftirfylgni þar sem markmiðið er að stuðla að jákvæðri upplifun iðkandans.

Fyrir ungmenni sem finna sig ekki í hefðbundu íþróttastarfi eða glíma við andlega vanlíðan s.s. þunglyndi, félagsfælni og kvíða.