Samstarfsaðilar

 

Ekki Gefast Upp og Litla Kvíðameðferðarstöðin eru í samstarfi en liður í því samtarfi er að á námskeiðum okkar leggjum við fyrir  skimunarlista á félagsfælni sem kallast SIAS og SPS.  Eru listarnir lagðir fyrir í byrjun og í lok hvers námskeiðs en valfrjálst er að taka þátt. Munum við svo vísa foreldrum þeirra barna sem skora hátt á þessum listum til litlu Kvíðameðferðarstöðina ef vilji er fyrir hendi.

Litla Kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS) er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 0-20 ára. Sálfræðingar Litlu KMS sérhæfa sig í kvíðameðferð og öðrum tilfinningavanda og fá börn og aðstandendur þeirra greiningu, ráðgjöf og meðferð. Í því felst greining á öllum kvíðaröskunum barna, þunglyndi, áráttu-þráhyggju og vinna með aðra þætti er snúa að velferð barns s.s. svefnvanda, lágu sjálfsmati og börnum sem eiga erfitt vegna ytri aðstæða s.s. einelti, skilnaður eða andlát/áföll. Sálfræðingar Litlu KMS taka einnig að sér fræðslu, fyrirlestra og námskeiðshald fyrir börn, ungmenni, foreldra og aðra aðstandendur. Fyrirlestrar og fræðsla er einnig í boði fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem hafa áhuga á að fræðast um kvíða og aðrar raskanir barna og ungmenna.

 

Litla Kvíðameðferðarstöðin er staðsett á Suðurlandsbraut 4 – 5. hæð, 108 Reykjavík.

Sími: 534-0110

http://kms.is/litlakms/