Samstarfsaðilar

Jakó og Ekki Gefast Upp! eru í samstarfi en Jakó sér öllum þjálfurum fyrir glæsilegum æfingarfatnaði ásamt því að við bjóðum glæsilegar Ekki Gefast Upp! hettupeysur til sölu. Jakó er útivistar og íþróttavörufyrirtæki og er verslun þeirra staðsett á Smiðjuvegi 74 Kópavogi.

https://www.facebook.com/jakosportISL/

 

Ekki Gefast Upp og Litla Kvíðameðferðarstöðin eru í samstarfi en liður í því samtarfi er að á námskeiðum okkar leggjum við fyrir  skimunarlista á félagsfælni sem kallast SIAS og SPS.  Eru listarnir lagðir fyrir í byrjun og í lok hvers námskeiðs en valfrjálst er að taka þátt. Munum við svo vísa foreldrum þeirra barna sem skora hátt á þessum listum til litlu Kvíðameðferðarstöðina ef vilji er fyrir hendi.

Litla Kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS) er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 0-20 ára. Sálfræðingar Litlu KMS sérhæfa sig í kvíðameðferð og öðrum tilfinningavanda og fá börn og aðstandendur þeirra greiningu, ráðgjöf og meðferð. Í því felst greining á öllum kvíðaröskunum barna, þunglyndi, áráttu-þráhyggju og vinna með aðra þætti er snúa að velferð barns s.s. svefnvanda, lágu sjálfsmati og börnum sem eiga erfitt vegna ytri aðstæða s.s. einelti, skilnaður eða andlát/áföll. Sálfræðingar Litlu KMS taka einnig að sér fræðslu, fyrirlestra og námskeiðshald fyrir börn, ungmenni, foreldra og aðra aðstandendur. Fyrirlestrar og fræðsla er einnig í boði fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem hafa áhuga á að fræðast um kvíða og aðrar raskanir barna og ungmenna.

 

Litla Kvíðameðferðarstöðin er staðsett á Suðurlandsbraut 4 – 5. hæð, 108 Reykjavík.

Sími: 534-0110

http://kms.is/litlakms/